8.5.2010 | 19:24
Það eina sem máli skiptir
Sú saga er sögð að eitt sinn hafi ungur vesturlandabúi komið að máli við andlegan leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama, og tilkynnt honum þá fyrirætlun sína að gerast búddisti.
Og hinn vísi maður svaraði því til að veröldin þarfnaðist ekki fleiri búddista. Hún þarfnaðist fleira fólks með gott hjartalag, og að enginn þyrfti að vera búddisti til að vera með gott hjartalag.
Þessi afstaða Dalai Lama er dásamleg - og kórrétt. Þegar upp er staðið skiptir það engu máli hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það aðhyllist nokkur trúarbrögð yfirhöfuð.
Nei, það eina sem skiptir máli er að vera góð manneskja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.