Sultur minnar sálar

Lengst framan af ævinni (fram að tvítugu og eitthvað yfir það) var ég algjörlega trúlaus - eða ætti ég kannski fremur að segja algjörlega áhugalaus um allt sem heitir ´trúarleg málefni´.

En eins og þeir sem lesið hafa bloggskrif mín undanfarið 2 1/2 árið vita þá er afstaða mín til þessara mála allt önnur í dag.

Fólk fýsir kannski að vita ástæður þessara sinnaskipta. Og ég svara því til að þau eru ekki tilkomin fyrst og fremst af trú heldur miklu fremur von - eða öllu frekar þeirri hjartans sannfæringu að það hljóti að vera eitthvað annað og meira og dýpra og varanlegra og merkilegra í alheiminum heldur en þessi innantóma, hverfula, hola, tilgangslausa, hégómlega, sjálfskotteltandi, grámyglulega og hrútleiðinlega hversdagslega tilvist sem flest fólk heldur að sé eini veruleikinn.

Enn hef ég ekki fundið hvað þetta ´annað og meira og dýpra og varanlegra og merkilegra´ er, nema fáar, slitróttar og tantalíserandi glefsur af því. En ég læt ykkur vita þegar ég hef fundið það! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband