Einfaldleikinn er ætíð bestur

´Keep it simple´ er besta regla sem maður getur tileinkað sér í lífinu.

Í samræmi við reglu þessa hafna ég í andlegum efnum prívat og persónulega öllum trúarbrögðum og öllum guðfræðiflækjum.

Mín eina spiritúala fílósófía er á þessa leið:

´Til er alkærleiksríkt æðra afl, og við erum öll börnin þess / hans / hennar (téð afl felur í sér bæði kynin, og er í innsta eðli sínu kynlaust).´

´Af þessu leiðir að ekki er til neitt sem heitir ´eilíf glötun´; sáluhjálp allra er gulltryggð i det lange löb.´

´Ennfremur held ég því fram að allt líf sé heilagt, og að mannskepnan ætti því að haga tilvist sinni á þá leið að hún skaði enga lífveru, ekki einu sinni minnstu pöddu, nema í þeim fáu tilfellum þar sem ekki verður komist hjá öðru (eins og til dæmis þegar hemja þarf offjölgun skaðræðisdýra sem ógnar lífsafkomu annarra tegunda).´

And there you have it! Simple as that. ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband